Þetta eru glósur sem varða þýðingu Git á íslensku.
Grunnhugtök í Git eru þessi:
The SHA
Summa, t.d. "summan er deadbeef"
-
A "blob" is used to store file data - it is generally a file.
Klessa eða klumpur. T.d. tré getur bent á annaðhvort önnur tré eða skráarnafn ásamt klessu (eða klump).
-
A "tree" is basically like a directory
Tré. Hægt að nota það í sama samhengi og "tree". Mögulega "mappa", en örruglega betra að nota það fyrir "the working tree" möppur.
-
A "commit" points to a single tree
"Bókfæra". Þ.e. þegar þú ert búinn að gera breytingar er gott að bókfæra þær. "Bókfærslur" = commits.
-
A "tag" is a way to mark a specific commit as special in some way.
"Merki" er örruglega best.
A commit consists of:
- Tree: Tré
- Parent: Fyrri bókfærsla?
- Author: Höfundur
- Committer: Bókfærandi
-
branch
Kannski "grein", en bæði "branch" og "tag" eru bendlar á bókfærslur, munurinn er að "branch" færist þegar nýjar bókfærslur eru gerðar.
-
repository = geymsla
-
fetch = sækja, t.d. "sækja bókfærslur frá geymslunni hans Jóa"
-
pull = toga, draga. pull er fetch + merge.
-
push = ýta, kannski er "senda" betra
-
commit(verb) = bókfæra
-
commit(noun) = bókfærsla
-
index, stage
"Index" eða "stage" svæðið sem tímabundin tré eru skrifuð í áður en þau eru bókfærð. Þ.e. þetta er millistig á milli þess að eitthvað sé á vinnusvæðinu (e. "the working tree") og hafi verið bókfært.
-
rebase
Endurbókfæring? Endurskrifar fyrri bókfærslur þannig þær séu með önnur "parent commit".
-
stash
Þetta eru bara bendlar á bókfærslur sem eru hafðar til hliðar, svipuð og merki, en eru í öðru nafnrými.
-
tag = merki
-
merge = sameina / sameining
"merge" er aðgerð sem býr til nýja bókfærslu úr mörgum greinum, bókfærslan sem verður til bendir á >1 fyrri bókfærslu (parent commit?)
-
patch = bót
-
conflict = árekstur, t.d. merge conflict samrunaárekstur.
Ég sá líka þessa þýðingu frá vini úr Microsoft Dynamics NAV Classic: "Aðgerðin lenti á sjálfheldu þar sem annar notandi var að breyta töflunni Vörulfokkur. Byrjið aftur". Þannig kannski "samrunasjálfhelda".
-
submodule
Undirgeymsla? "Submodule" er í raun "entry" (stak?) í tré sem í stað þess að benda á blog (klessu) eða annað tré bendir á bókfærslu. Þ.e. á commit fyrir top-level tré.
-
HEAD
Bendillinn sem bendir á núverindi checked-out stöðu
-
checkout
T.d. "til að fara á bókfærslu deadbeef keyriru "git checkout deadbeef" til að checkouta deadbeef.
-
bisect
-
pack
Eitthvað svipað og þýðing á "archive" kannski, er notað til að pakka saman blobs/trees/commits í eitthvað sem git er fljótara að ná í og tekur minni pláss. Pakki? "Keyrðu git-repack til að endurpakka".
-
prune
Fer í gegnum geymsluna og fjarlægir klumpa/tré/bókfærslur sem engir nefndir bendlar (bókfærslur, merki eða stash) benda á.
-
log
"Keyrðu git log til að fá yfirlit yfir bókfærslur".
dulkóðunartæti
tætikóðun
dulkóðuð tæti
kannski ekki bestu orðin en kannski fá einhverjir hugmyndir út frá þessu.