Í stað gr. 5.9 skal koma ný grein sem orðast svo:
Fundarsköp allra relgulegra ráða og nefnda á vegum Pírata skulu skilgreind og aðgengileg félagsmönnum. Liggi ekki fyrir skilgreind fundarsköp á fundi Pírata skal stuðst við Robert's Rules of Order.
Í stað gr. 5.9 skal koma ný grein sem orðast svo:
Fundarsköp allra relgulegra ráða og nefnda á vegum Pírata skulu skilgreind og aðgengileg félagsmönnum. Liggi ekki fyrir skilgreind fundarsköp á fundi Pírata skal stuðst við Robert's Rules of Order.
Orðin „sem skipta með sér verkum“ skulu falla út úr gr. 7.2. Ný grein skal koma inn á eftir gr. 7.2 sem orðast svo:
Framkvæmdaráð skiptir með sér hlutverkum. Þó skal Condorcet-sigurvegari kosninga til framkvæmdaráðs, sé slíkur til, verða formaður ráðsins nema hann beiðist undan. Auk formanns skulu skipaðir gjaldkeri, ritari og alþjóðafulltrúi.
Gr. 7.5 skal falla brott.
Við gr. 12.4 bætist svohljóðandi:
Þó skal heimilt við kosningar til Alþingis að binda kjörgengi við að frambjóðandi eigi lögheimili innan kjördæmis.
Gr. 2.3 skal falla brott.
Við gr. 12.1 bætist svohljóðandi efnisgrein:
Starfi engin aðildarfélög innan kjördæmis til Alþingiskosninga er framkvæmdaráði heimilt að standa fyrir kjöri á lista fyrir það kjördæmi. Skulu allir félagsmenn Pírata hafa kosningarétt í slíku kjöri. Þeir sem raðast í fimm efstu sæti listans bera ábyrgð á þátttöku hans í kosningum.